Liðsstyrkur

Hækkun launa 1. febrúar 2013
24/01/2013
Páskar 2013
04/02/2013
Sýna allt

Liðsstyrkur

Hefur þitt fyrirtæki verkefni til að vinna? Þá hefur STARF vinnumiðlun og ráðgjöf hugsanlega rétta starfskraftinn fyrir þig.

Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Stefnt er að því að öllum atvinnuleitendum sem fullnýttu eða fullnýta rétt sinn á tímabilinu frá 1. september 2012 fram til 31. desember 2013, samtals 3.700 manns, verði öllum boðin vinna eða starfsendurhæfing á árinu 2013 enda skrái þeir sig til þátttöku í átakið. Sjá nánari uppl.hér; http://lidsstyrkur.is
Ef eitthvað er óljóst þá skaltu endilega hafa samband við; Starf – Vinnumiðlun og ráðgjöf. netfang; [email protected]. Sími 421-8001