Málþing um tengsl atvinnulífs við starfsendurhæfingu, þjálfun og nám á vinnustöðum

Nýr framkvæmdastjóri
18/08/2011
Breyting á fiskverði frá 1. október.
03/10/2011
Sýna allt

Málþing um tengsl atvinnulífs við starfsendurhæfingu, þjálfun og nám á vinnustöðum

Markmiðið er að ræða um og koma fram með hugmyndir til að byggja upp og þróa
samstarf á þessu sviði á Suðurnesjum.


– Að kynna fyrir vinnuveitendum þau úrræði sem nú þegar eru til staðar í starfsendurhæfingu,námi og þjálfun á vinnustað.
– Að samræður eigi sér stað milli endurhæfingar- og þjálfunaraðila og vinnumarkaðarins hvernig styðja megi við starfsmenn sem eru að snúa til baka til vinnu eftir veikindi og finna leiðir til að auðvelda einstaklingum með skerta starfsgetu endurkomu inn á vinnumarkað.
– Að atvinnulífið nýti í auknu mæli starfskrafta fólks með skerta starfsgetu.
– Að byggja brú milli endurhæfingar,náms og atvinnulífs.


Þátttakendur:
– Vinnuveitendur á Suðurnesjum, Samvinna Starfsendurhæfing á Suðurnesjum, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Vinnumálastofnun og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður.


Tímasetning: Föstudaginn 23.09. 2011 kl. 9:00 – 13:00


Staðsetning: Krossmói 4a, 5 hæð. 260 Reykjanesbæ


Dagskrá:
9.00 – 9.15 Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs setur málþingið
9:15 – 9:45  VIRK – Velferð á vinnustað Svava Jónsdóttir sérfræðingur VIRK
9:45 – 10:10  VMST –  Samstarf við atvinnurekendur vegna vinnumarkaðsúrræða hjá Vinnumálastofnun – M. Linda Ásgrímsdóttir og Tinna Hallgrímsdóttir
10:10 – 10:25  Reynsla atvinnurekanda af starfsþjálfunarsamningi við Vinnumálastofnun
10.25 – 10.40  Kaffihlé
10:40 – 11:05  Samvinna, starfsendurhæfing á Suðurnesjum – Gerður Pétursdóttir
11:05 – 11:15  Reynsla af starfsendurhæfingu á vinnustað, María Albertsdóttir þátttakandi hjá Samvinnu
11:15 – 11:45  Ráðgjafi VIRK – Hvernig geta atvinnurekendur nýtt sér aðstoð ráðgjafa? Guðni Erlendsson
11:45 – 11:55  Stéttarfélögin á Suðurnesjum – Sýn stéttarfélags gagnvart starfsendurhæfingu
11:55 – 12:20  MSS- Starfsnám – leið að starfi, Guðjónína Sæmundsdóttir
12:20 – 12:30  Reynsla atvinnurekanda af starfnámi á vinnustað
12:30 – 13:00  Matur


Fundarstjóri: Kjartan Már Kjartansson framkvæmdastjóri Securitas á Reykjanesi


Eftir hvert erindi gefst tækifæri á umræðum.


Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið
[email protected] eða í síma 421-3050 (Guðni) fyrir 16. september nk.