Megináherslur Starfsgreinasambandsins í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins

27. þing Sjómannasambands Íslands.
02/12/2010
Megináherslur Starfsgreinasambandsins afhentar samninganefndum ríkis og sveitarfélaga
09/12/2010
Sýna allt

Megináherslur Starfsgreinasambandsins í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins

Kröfugerð samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands f.h. aðildarfélaga sinna annarra en Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur var kynnt Samtök atvinnulífsins í dag á fyrsta formlega samningafundi aðila, en kjarasamningurinn rann út þann 30. nóvember s.l. 


Samninganefnd Starfsgreinasambandins vill stuðla að stöðugleika svo að takast megi að auka kaupmátt, skapa ný störf og  létta á böli atvinnuleysisins og þeim fjárhagsvanda sem fjölskyldur í landinu glíma við. Almennar launahækkanir verða að koma til framkvæmda strax og gerð er krafa um 200.000 króna lágmarkslaun. 


,,Það er meginmarkmið samninganefndar Starfsgreinasambandsins að endurheimta þann kaupmátt sem glatast hefur frá upphafi efnahagshrunsins á Íslandi haustið 2008, minnka atvinnuleysið og tryggja hinum lægst launuðu auknar kjarabætur. Til þess að ná þessu markmiði þarf stöðugleika á vinnumarkaði og vinnufrið, sem er meðal annars forsenda fyrir því að efnahagslegur stöðugleiki náist.” ,,Sú ábyrgð hvílir á stjórnvöldum og Alþingi. Pólitísk staðfesta er lykill að trausti og um leið að samkomulag á vinnumarkaði eins og Stöðugleikasáttmálinn frá því í júní 2009 haldi í raun. Stefna  verður að stöðugum gjaldmiðli og skapa skilyrði fyrir erlendar fjárfestingar til að örva atvinnulífið. Séu þessar forsendur ekki til staðar verður að skapa þær með þverpólitískri samstöðu á næstu vikum og misserum. Takist það ekki horfir til verulegrar óvissu á vinnumakaði og harðvítugarri kjarabaráttu en ella þyrfti að verða” segir einnig í markmiðslýsingu kröfugerðar samninganefndar Starfsgreinasambandsins sem hér fer á eftir:


Megináherslur samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands f.h. aðildarfélaga sinna annarra en Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis  í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í desember 2010


Meginmarkmið
Það er megin markmið samninganefndar SGS að endurheimta þann kaupmátt sem glatast hefur frá upphafi efnahagshrunsins á Íslandi haustið 2008, minnka atvinnuleysið og tryggja hinum lægst launuðu auknar kjarabætur. Til þess að ná þessu markmiði þarf stöðugleika á vinnumarkaði og vinnufrið, sem er meðal annars forsenda fyrir því að efnahagslegur stöðugleiki náist. Starfsgreinasamband Íslands hefur lagt sitt af mörkum til þess að þjóðin geti unnið sig út úr þeim efnahagsvanda sem við er að glíma og er tilbúið til að gera það áfram. Samninganefnd Starfsgreinasambandins vill í komandi kjaraviðræðum stuðla að stöðugleika svo að takast megi að auka kaupmátt, skapa ný störf og létta á böli atvinnuleysisins og þeim fjárhagsvanda sem fjölskyldur í landinu glíma við. 


Launakröfur og kaupmáttaraukning
Samningnefnd Starfsgreinasambandsins leggur áherslu á annars vegar beinar launahækkanir og hins vegar að stjórnvöld sýni staðfestu sem geti leitt til aukins kaupmáttar m.a. með hækkun persónuafsláttar og tekjuskattsbreytingum í þágu hinna lægst launuðu  auk annarra efnahagsúrræða. Almennar launahækkanir verða að koma til framkvæmda frá 1. desember 2010 og að lágmarkslaun verði kr. 200.000 frá sama tíma. Auk almennra launahækkana leggur samninganefndin meðal annars áherslu á tilfærslu starfsheita í launatöxtum og breytingu á reiknitölum kaupaukakerfa.


Þverpólitísk samstaða
Samninganefndin ítrekar þá megin áherslu sína að endurheimta verði glataðan kaupmátt með öllum tiltækum samfélagslegum úrræðum, en til þess verða að vera efnahagslegar og pólitískar forsendur. Sú ábyrgð hvílir á stjórnvöldum og Alþingi. Pólitísk staðfesta er lykill að trausti og um leið að samkomulag á vinnumarkaði eins og Stöðugleikasáttmálinn frá því í júní 2009 haldi í raun. Stefna  verður að stöðugum gjaldmiðli og skapa skilyrði fyrir erlendar fjárfestingar til að örva atvinnulífið. Séu þessar forsendur ekki til staðar verður að skapa þær með þverpólitískri samstöðu á næstu vikum og misserum. Takist það ekki horfir til verulegrar óvissu á vinnumakaði og harðvítugarri kjarabaráttu en ella þyrfti að verða.


Reykjavík, 6. desember 2010.
 


Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands vegna eftirtalinna aðildarfélaga:


Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og formaður samninganefndar
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags og varaformaður    samninganefndar
Finnbogi Sveinsbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga.
Halldóra Sveinsdóttir,  formaður Bárunnar stéttarfélags.
Már Guðnason, formaður Vlf. Suðurlands.
Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélag.
Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags.
Ágerður Pálsdóttir, formaður Stéttarfélagsins Samstöðu.
Benoný Benediktsson, formaður Verkalýðsfélags  Grindavíkur.
Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur.
Magnús S. Magnússon, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Sandgerðis.
Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands.
Sigurður A. Guðmundsson,Verkalýðsfélags Snæfellinga.
Svala Sævarsdóttir Verkalýðsfélags Þórshafnar.
Vilhjálmur Birgisso, formaður  Verkalýðsfélags Akraness.
Þórarinn G. Sverrisson formaður Öldunnar  stéttarfélags.