Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis á aðild að fræðslusjóðunum Landsmennt, Ríkismennt, Sveitamennt og Sjómennt.
Sjóðirnir veita annars vegar einstaklingsstyrki vegna einstakra námskeiða og náms og hins vegar styrki til stærri verkefna þar sem um væri að ræða samstarf fyrirtækja og verkalýðsfélaga í starfsmenntun, það er skipulagning á heildarlausnum starfstengdra námskeiða á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins.
Sá háttur er hafður á einstaklingsstyrkjunum að hver félagsmaður getur sótt um styrk til félagsins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem metur umsóknina og afgreiðir styrkinn eftir starfsreglum sjóðanna.
Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við félagið og kanna rétt sinn.
Upplýsingar um úthlutunarreglur og skilyrði er meðal annars að finna á vefum fræðslusjóðanna:
- Landsmenntar
- Rafræn umsókn
- Umsóknareyðublað til útprentunar
- Umsóknareyðublað fyrir ferða og dvalarkostnað til útprentunar
- Sveitamennt
- Rafræn umsókn
- Umsóknareyðublað til útprentunar
- Umsóknareyðublað fyrir ferða og dvalarkostnað til útprentunar