Mundu eftir að kjósa!
Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis vill minna félagsmenn sína á að nota atkvæðisrétt sinn og greiða atkvæði vegna nýrra kjarasamninga, kjörgögn hafa verið send til allra sem eru á kjörskrá.
Þeir félagsmenn sem telja sig hafa atkvæðarétt en hafa ekki fengið kjörgögn í póst er bent á að hafa samband við skrifstofu VSFS í síma 423-7725. Einnig ef þið þurfið frekari upplýsingar hafið samband við skrifstofuna.
Athugið að atkvæðaseðillinn þarf að hafa borist skrifstofunni fyrir hádegi 22. janúar. Póststimpillinn gildir ekki.
Kjörstjórn Verkalýðs og sjómannafélags Sandgerðis.