Myndbönd um öryggismál starfsfólks í fiskvinnslu

Sýna allt

Myndbönd um öryggismál starfsfólks í fiskvinnslu

Á heimasíðu SGS kemur fram að sjónvarpsstöðin N4 hefur gert sex myndbönd um öryggismál starfsfólks í fiskvinnslu undir yfirskriftinni „Öryggi er allra hagur“. Myndböndunum er ætlað að vera fræðandi og benda á mikilvægi þess að allir sem koma að vinnslunni séu meðvitaðir um að öryggis- og hreinlætismál séu í góðu lagi.

Slysum í fiskvinnslum hefur því miður farið fjölgangi á undanförnum árum og því er mikilvægt að fyrirtæki í fiskvinnslu bregðist við með aukinni fræðslu í vinnuvernd, en komið hefur í ljós að slysin tengjast oftar en ekki vélbúnaði.

Starfsgreinasambandið og Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis fagna þessu framtaki og hvetur starfsfólk í fiskvinnslum til að kynna sér myndefnið – það er aldrei of varlega farið!

Öll myndböndin má nálgast hér.

Andlát fyrrverandi formanns félagsins
30/10/2017
Desemberuppbót 2017
21/11/2017