Námskeið á Hamri

Orlofshús VSFS
07/04/2009
1. Maí 2009
29/04/2009
Sýna allt

Námskeið á Hamri

Námskeið fyrir starfsmenn stéttarfélaganna var haldið á Hótel Hamri í Borgarfirði á fimmtudag og föstudag s.l.
Erla og Magnús fóru frá Verkalýðs og sjómannafélagi Sandgerðis.



Erla og Magnús


Á námskeiðinu var fjallað um vinnuslys og bótarétt, slysabætur og slysatryggingar.  Einnig var kynning á starfsemi og áherslum Starfsendurhæfingasjóðsins.  Sjá nánar á virk.is

Seinni daginn var Sigríður Arnardóttir (Sirrý) með fyrirlestur sem nefnist “Að laða til sín það góða”.  Megin boðskapurinn var hvað skiptir mestu máli í lífinu og hverju getum við stjórnað. Einnig hvernig við löðum til okkar góða strauma og hamingju.
Að loknu námskeiði héldu starfsmenn heim með gott veganesti.



Starfsmenn stéttarfélaganna ásamt Sirrý