Atkvæðagreiðslunni um kjarasamninginn milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lauk kl. 12:00 á hádegi í dag. Aðild að samningnum áttu öll aðildarfélög SSÍ að Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga undanskildum.
Á kjörskrá voru 1.098 sjómenn og af þeim greiddu 743 atkvæði eða 67,7%.
Niðurstaðan er þessi:
Já sögðu 177 eða 23,82% þeirra sem greiddu atkvæði.
Nei sögðu 562 eða 75,64% þeirra sem greiddu atkvæði.
Auðir seðlar voru 4 eða 0,54% greiddra atkvæða.
Samkvæmt framansögðu var því samningurinn felldur með meiri hluta greiddra atkvæða.
Verkfall hjá félagsmönnum aðildarfélaga SSÍ hefst því kl. 20:00 í kvöld.