NORDISK FORUM – Er það eitthvað fyrir þig?

ORLOFSHÚS UM PÁSKA
20/02/2014
Útskrift hjá Icelandic Ný-Fiskur
03/03/2014
Sýna allt

NORDISK FORUM – Er það eitthvað fyrir þig?

Nú styttist óðum í ráðstefnuna Nordisk forum sem haldin verður í Malmö í byrjun júní. Á ráðstefnunni koma saman konur frá öllum Norðurlöndunum til að ræða jafnréttismál og framtíðina. Í þau tvö skipti sem ráðstefnan hefur verið haldin hafa Íslenskar konur ekki látið sitt eftir liggja. Starfsgreinasambandið hefur tekið saman upplýsingar fyrir áhugasamar konur en konur eru hvattar til að hafa samband við sitt stéttarfélag til að fá nánari upplýsingar. Dagskrá og viðburðir eru kynntir á heimasíðu ráðstefnunnar. Sjáumst í Malmö!


Hvað er: Þing norrænna kvenna og hugmyndatorg jafnréttis. Vettvangur til að sameina krafta og brýna konur til frekari baráttu. Búist er við um 15.000 konum.


Sagan: Kvennaráðstefnan hefur verið haldin tvisvar áður, í Åbo/Turku 1994 og í Osló 1988. Íslenskar konur hafa fjölkvennt.


Hvar: Í Malmö Mässa, rétt við brúna yfir til Kaupmannahafnar.


Hvenær: 12.-15. júní 2014. Ráðstefnan er sett kl. 11 á fimmtudeginum (12. júní) og henni lýkur kl. 16-17 á sunnudeginum (15. júní)


Af hverju: Vekja áhuga á áskorunum jafnréttisbaráttunnar. Miðla þekkingu og hugmyndum. Búa til kröfur og tillögur að jafnréttispólitík. Búa til tengslanet. Styrkja konur á Norðurlöndunum og víða.


Áherslur:



  1. Femínískt hagfræði – hagræn og félagsleg þróun
  2. Líkamar kvenna og stúlkna – kynfrelsi og heilbrigði
  3. Konur á vinnumarkaði, launajafnrétti, menntun og starfsframi
  4. Ofbeldi gegn konum og stúlkum
  5. Umhverfi, loftslag og sjálfbær þróun
  6. Umönnunarstörf og velferðarsamfélagið
  7. Friður og öryggi
  8. Stjórnmálaþátttaka kvenna og þróun hennar
  9. Kynjasamþætting og jafnréttisstarf í fyrirtækjum
  10. Flóttamenn og fólksflutningar
  11. Framtíð femínismans á Norðurlöndum og skipulag kvennahreyfingarinnar
  12. Ný tækni og fjölmiðlar

Skipulag: Undir hverju áhersluatriði verða tvö málþing. Sterkir fyrirlesarar verða í stóra salnum. Menning og uppákomur verða skipulagðar á svæðinu og í Malmöborg. Einstaka hópar kaupa sig inn í dagskrána (eins og verkalýðshreyfingin).


Ferðir: Hægt er að bóka far með Icelandair til Kaupmannahafnar, lestin fer svo beint frá flugvellinum yfir til Malmö.


Kostnaður: Ráðstefnugjaldið er 800 sænskar krónur ef greitt er fyrir 22. mars, eftir það er það 1.000 sænskar krónur. Innifalið í pakkanum eru ferðir almenningssamgangna um Malmö og Lund. Ódýrara fyrir fólk í atvinnuleit og námsmenn. Flugmiðinn kostar á bilinu 50.000-63.000, verð á gistingu er mjög misjafnt. Fræðslusjóðir verkalýðsfélaganna niðurgreiða kostnaðinn, ýmist bæði ferðakostnað og ráðstefnugjald eða bara ráðstefnugjaldið.


Tungumál: Ráðstefnan fer fram á skandinavísku og ensku. Alltaf er eitthvað í gangi á ensku þannig að það er ekki nauðsynlegt að kunna eitthvert skandinavísku málanna.


Kynningarmyndband má nálgast hér: http://www.youtube.com/watch?v=mcrRQkMpJdY


Heimasíða ráðstefnunnar er http://nf2014.org/



























Heildarkostnaður


Flug


49.950-58.450


kr.


Hótel


45.600-52.945


kr.


Aðgöngumiði


14.000


kr.


Lest til og frá flugvelli


3.700


kr.


Samtals


113.250-129.095


kr.


Fræðslusjóðirnir


Hjá fræðslusjóðunum er það talið styrkhæft að fara á Nordisk forum. Landsbyggðasjóðirnir telja allan pakkan vera styrkhæfan en sjóðirnir á höfuðborgarsvæðinu niðurgreiða skráningargjaldið. Hægt er að nota einstaklingsstyrk úr sjóðunum allt að 60.000 krónur.


 


Áhugasamir hafi samband við skrfstofu félagsins