NÝ OG BREYTT NÁMSSKRÁ FYRIR FISKVINNSLUFÓLK

Nýr kauptaxti SGS og SA
29/02/2016
Orlofshús sumarið 2016
08/03/2016
Nýr kauptaxti SGS og SA
29/02/2016
Orlofshús sumarið 2016
08/03/2016

Eftir langt og strangt vinnuferli staðfesti Menntamálastofnun nýverið nýja og breytta námsskrá vegna grunnnámskeiða fiskvinnslufólks, en námskráin var þróuð af Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Nýja námsskráin hefur í för með sér talsverðar breytingar. Meðal þeirra má nefna að bóklega kennslan verður samtals 48 klukkustundir  (var áður 40 klst á grunnnámskeiðum og 8 klst. á viðbótarnámskeiðum) og kröfu um að viðkomandi hafi staðfestingu á því að hann hafi komið að ýmsum verkþáttum í fyrirtækinu og haldi verkdagbók sem verður staðfest af viðkomandi verkstjórnanda. Þá verður sú breyting á að mögulegt verður að meta einingar námskeiðsins (13 talsins) til allt að sjö eininga í framhaldsskóla, í stað fimm eininga á núverandi námskeiðum.

Framvegis falla grunnnámskeið fiskvinnslufólks alfarið undir vottaðar námsleiðir hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) sem síðan gerir samninga við viðurkennda fræðsluaðila/símenntunarmiðstöðvar um kennslu o.fl.

Námsskrána í heild sinni má nálgast hér.