Nýir kauptaxtar fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum eftir samningi SGS og SA eru komnir á vefinn. Þessir kauptaxtar gilda frá 1. maí 2017 til 30. apríl 2018. Samkvæmt töxtunum hækka launataxtar um 4,5% sem og laun og launatengdir liðir.
Sjá hér
Orlofsuppbót
Einnig viljum við minna félagsmenn á rétt sinn til að fá greidda orlofsuppbót. Orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2017 kemur til greiðslu þann 1. júní nk. hjá þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði. Þeir sem starfa eftir kjarasamningi SGS við sveitarfélög áttu að fá greidda orlofsuppbót þann 1. maí sl.
Orlofsuppbótin 2017 er krónur 46.500 miðað við fullt starf skv. öllum kjarasamningum
Sjá nánar hér: Orlofsuppbót 2017