17 stéttarfélög innan SGS undirrituðu kjarasamning og um er að ræða skammtímasamning en gildistíminn er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Leiðréttingar fyrir nóvember kemur til greiðslu í lok desember verði samningur samþykktur.
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember 2022 um að lágmarki 35.000 kr.
Að auki felur samningurinn í sér lagfæringu á launatöflunni, sem gerir það að verkum að hækkun getur orðið allt að 52.000 kr. á mánuði.
Laun þeirra sem ekki taka laun eftir kauptöxtum hækka um 33.000 kr.
13.000 kr. af þessari hækkun kemur til vegna flýtingar á hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí 2023. Það mun skila ávinningi sem nemur 78.000 kr. eða tæpum 6.000 kr. á mánuði á samningstímanum.
Desember- og orlofsuppbætur taka jafnframt hækkunum. Desemberuppbót á árinu 2023 verður 103.000 kr. og orlofsuppbót verður 56.000 kr.
Kjaratengdir liðir samningsins hækka um 5% frá 1. nóvember.
Bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um 8% sem mun skila fiskvinnslufólki á bilinu 6.000 – 34.000 kr. hækkun á mánuði.
Nú tekur við kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn meðal félagsmanna. Tilkynnt verður um afgreiðslu samningsins mánudaginn 19.desember næstkomandi.
https://www.sgs.is/frettir/frettir/nyr-kjarasamningur-vid-samtok-atvinnulifsins-undirritadur/