Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis hefur fest kaup á Orlofshúsi að Þverlág 10 Flúðum.
Orlofshúsið er hið glæsilegasta í alla staði með fallegu útsýni yfir sveitina. Húsið er 104 fm að stærð það er staðsett í landi Ásatúns um 6 km. frá Flúðum. Orlofshúsið er með fjórum svefnherbergjum, þar af eitt á svefnlofti. Svefnaðstaða er fyrir 10 manns. Heitur pottur og grill, leikhús fyrir börnin. Umsóknir um dvöl í húsinu fer eftir reglum um úthlutun orlofshúsa, á skrifstofu félagsins.
Til hamingu félagsmenn með glæsilegt hús og megið þið eiga þar góðar stundir og njóta vel.