Meðal efnis í nýju fréttabréfi ASÍ er hörð gagnrýni forseta ASÍ á SA og útgerðaraðlinn fyrir að taka kjaraviðræður þorra launamann í gíslingu. Fjallað er um þá kröfu verkalýðshreyfingarinnar að lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði verði jöfnuð á við lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Í grein um ástandið á vinnumarkaði er bent á þá staðreynd að fjóðrungur atvinnulausra hefur verið án vinnu í 12 mánuði eða lengur. Einnig má finna efni um nýlegar breytingar á atvinnuleysistryggingum og félagslega fræðslu innan verkalýðshreyfingarinnar.
Fréttabréfið má sjá hér.