Orlof og orlofsuppbót

Gott að vita!
11/05/2009
Skipulagsumræða innan Starfsgreinasambandsins
18/05/2009
Sýna allt

Orlof og orlofsuppbót


Skv. orlofslögum er orlofsárið frá 1. maí til 30. apríl. Orlof skv. lögum þessum skal veitt frá 2. maí – 15. september. Orlof skal veita í einu lagi á tímabilinu, en heimilt er þó samkvæmt kjarasamningum að stytta orlofið á tímabilinu, liggi til þess sérstakar rekstraraðstæður, þó þannig að alltaf verði veittir 14 dagar samfellt.
Skv. samningi SGS og SA er sumarorlof fjórar vikur, 20 virkir dagar, sem veita ber á tímabilinu 2. maí – 30. september. Sé orlof tekið utan ofangreinds tímabils að ósk atvinnurekanda, þá lengist orlofið um 25%.



Orlofsuppbót ber að greiða þann 1. júní ár hvert til allra starfsmanna sem hafa verið samfellt í starfi hjá sama atvinnurekenda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum. Greiðslan skal miðuð við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu.



Orlofsuppbót hjá almennu verkafólki er 25.200 kr.