Þverlág 10 – Flúðir
Félagið á orlofshús að Þverlág 10 í landi Ásatúns um 6 km frá Flúðum.
Orlofshúsið er hið glæsilegasta í alla staði með fallegu útsýni yfir sveitina. Húsið er 104 fm að stærð . Orlofshúsið með fjórum svefnherbergjum, þar af eitt á svefnlofti. Svefnaðstaða er fyrir 10 manns. Verönd allt í kringum húsið, heitur pottur og gasgrill. Geymsluhús á veröndinni fyrir sólhúsgögn ofl. Leikhús fyrir börnin er einnig á veröndinni.
Margir áhugaverðir staðir eru í nágrenninu t.d. Golfvöllur, Gamla laugin, Litla Melabúðin (beint frá bónda), Gullfoss og Geysir, Hestaleiga o.m.fl.
Smellið hér til að skoða fleiri myndir af bústaðnum.
Minni Borg – Grímsnesi
Félagið á 1 orlofsbústað að Minni Borgum í Grímsnesi.
Bústaðurinn er 70 fm. Í bústaðnum eru 2 svefnherbergi og stórt svefnloft. Í bústaðnum eru öll helstu eldhúsáhöld, og sængur og koddar fyrir 9 manns.
Einnig er sjónvarp, útvarp, barnaferðarúm og barnastóll.
Góð verönd er við bústaðinn með heitum potti, og gasgrilli.
Í göngufæri frá bústaðnum er þjónustumiðstöð, Sundlaug og verslun er í um 500 m. fjarlægð. Nokkrir golfvellir eru í nágrenninu.
Þjónustuaðili tekur einnig að sér þrif á húsunum, ef leigjandi óskar þess sérstaklega og skal þess óskað áður en leigutímabil hefst. Gjald fyrir heildarþrif er kr. 9.000.-
Þá er hægt að fá leigð rúmföt og handklæði frá Minni Borgum og skal þess einnig óskað áður en leigutímabil hefst og er gjald fyrir hvert sett kr. 2.000.- pr. mann.
Smellið hér til að skoða fleiri myndir af bústaðnum.
Húsafell – Hraunbrekkur 5
Félagið á 1 bústað í Húsafelli að Hraunbrekkum 5. Bústaðurinn er byggður árið 2013. Í bústaðnum eru 2 svefnherbergi og stórt svefnloft. Í bústaðnum eru öll helstu eldhúsáhöld, og sængur og koddar.
Einnig er sjónvarp, útvarp, og barnaferðarúm.
Stór verönd, heitur pottur og gasgrill.
Á Húsafellssvæðinu er sundlaug, heitir pottar, verslun með helstu nauðsynjavörur, veitingastaður og bensínstöð. Einnig er golfvöllur og mini-golf.
Smellið hér til að skoða fleiri myndir af bústaðnum.
Akureyri – Tjarnarlundur 10d
Félagið á 1 íbúð á Akureyri að Tjarnarlundi 10d, sem er 90.9 fm að stærð. Eldhúsinnrétting með uppþvottavél. 3 svefnherbergi, með svefnaðstöðu fyrir 6 manns.
Stofa með svölum í vestur átt. Leðursófi, borðstofuborð, sjónvarp, dvd spilari, útvarp.
Öll helstu eldhúsáhöld. Sængur og koddar fyrir 8 manns.
Matvöruverslun og bakarí í göngufæri .
Smellið hér til að skoða fleiri myndir af íbúðinni á Akureyri.
Spánn Altomar III í Los Arenales
Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis ásamt 3 öðrum félögum hefur fest kaup á raðhúsíbúð í Altomar III í Los Arenales sem er rétt sunnan við Alicante á Spáni.
Sumarleiga er frá 1. maí – 30. september og er leigt í tvær vikur í senn.
Vetrarleiga er frá 1. október – 30. apríl og er hægt að leigja niður í einn sólahring yfir veturinn.
Nánari upplýsingar hér
Smellið hér til að skoða fleiri myndir frá húsinu og svæðinu á Spáni.
Veiðikortið:
Útilegukortið:
Félagið niðurgreiðir útilegukort til félagsmanna.
Hægt er að kaupa kortið á útilegukortið 2024 .
Kvittun fyrir kaupum send á [email protected]