Kæru félagsmenn nú hefur samninganefnd Verkalýðs og Sjómannafélags Sandgerðis skrifað undir aðalkjarasamning fyrir hönd ykkar með Starfsgreinasambandi Íslands annarsvegar og Samtökum Atvinnulífsins hinnsvegar til næstu þriggja ára eða til fyrsta febrúar 2013. Samninganefndin samþykkti að framkvæma póstatkvæðagreiðslu um hvort samningurinn yrði samþykktur eða ekki.
Gögn munu berast til ykkar í pósti næstkomandi mánudag eða þriðjudag. Í gögnunum er kjörseðill ásamt prentuðum bæklingi um helstu atriði og kauphækkanir sem samningurinn felur í sér ásamt leiðbeiningum hvernig skuli bera sig að við atkvæðagreiðsluna.
Þessi samningur er niðurstaða úr samningaviðræðum sem samninganefndin SGS og SA hafa verið í síðan í nóvember í haust og ekki var komist lengra að okkar mati í þetta sinn.
Því hvetur samninganefnd félagsins félagsmenn til að nota atkvæðisrétt sinn og taka þátt í atkvæðagreiðsluni um samninginn.
Kjörseðilinn þarf að berast kjörstjórn fyrir kl. 17:00 þann 24. maí svo hann teljist gildur.
Sjá kynningabækling
Fyrir hönd samninganefndar félagsins.
Magnús Sigfús Magnússon.