Kjarasamningur milli SSÍ og SFS var undirritaður þann 14. nóvember síðastliðinn og viðauki þann 18. nóvember þar sem 12. grein um veikinda- og slysarétt í skiptimannakerfi er felld brott og sett í bókun. Að kjarasamningnum standa öll aðildarfélög SSÍ að Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur undanskildum. Samhliða undirritun kjarasamningsins þann 14. nóvember síðastliðinn var verkfalli þeirra aðildarfélaga SSÍ sem að samningnum standa frestað frá kl. 20:00 þann 15. nóvember til kl. 20:00 þann 14. desember næstkomandi.
Kjarasamningurinn er nú í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna þeirra félaga sem standa að samningnum og er hægt að kjósa um samninginn hér fyrir neðan auk þess sem hægt er að nálgast samninginn á pdf formi ásamt kynningarefni. Atkvæðagreiðslan stendur til kl. 12:00 þann 14. desember.
Hér má nálgast kjarasamninginn
Hér má nálgast kynningarefni um samninginn.
Nú er kosning um kjarasamninginn hafinn. Fyrir þau félög innan SSÍ sem að samningnum standa er hægt að kjósa hér fyrir neðan. Að samningnum standa öll aðildarfélög SSÍ að Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur undanskildum. Kosning um þeirra samning fer fram sér fyrir hvort félag.