Reynt til þrautar

SA svíkur gefin loforð um skammtímasamning
18/04/2011
Laust um páska
20/04/2011
Sýna allt

Reynt til þrautar

Eins og kunnugt er tók Starfsgreinasambandið virkan þátt í samningaviðræðum ASÍ við Samtök atvinnulífsins sem slitnaði upp úr á föstudagskvöld. Flest sérmál Starfsgreinasambandsins voru þá í höfn en þó var enn ósamið um nýja nálgun í ákvæðistengdri ræstingarvinnu og um kjör ræstingarfólks auk þess sem áherslur um málefni fiskvinnslunnar voru ókláruð. Brýnt er að ná sátt í þessum málum strax næstu daga, en það er m.a. forsenda fyrir því að unnt verði að klára kjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins.


Þótt viðræður ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hafi farið út um þúfur um skeið, ber okkur engu að síður skylda til að reyna samninga til þrautar. Deilu Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins var vísað á borð ríkissáttasemjara í janúar, en þær viðræður hafa þó enn ekki verið sagðar áranguslausar. 


Starfsgreinasambandið lagði í gær fram tilboð að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins til þess að freista þess að viðræður skili árangri sem fyrst. Tilboð Starfsgreinasambandsins hljóðar nú upp á kjarasamning til eins árs með 15.000 kr. launataxtahækkun frá 1. mars að telja og almenna kauphækkun upp á 4,5% svo og að lágmarkstekjutrygging hækki í 200.000 krónur á mánuði. Einnig er gert ráð fyrir að samkomulag sem náðst hefur í ýmsum sérmálum sambandsins undanfarnar vikur gildi í nýjum samningi.

Fundur með Samtökum atvinnulífsins hefur verið boðaður strax eftir páska.

Sjá vefur SGS hér