Desemberuppbót 2008
10/12/2008
Rétt í þessu var skrifað undir samning um framlengingu og breytingar á kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og SGS f.h. eftirtalinna félaga SGS:
Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðsfélag Hrútfirðinga, Stéttarfélagið Samstaða, Aldan stéttarfélag, Eining Iðja, Báran stéttarfélag, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágr., Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis og Verkalýðsfélag Grindavíkur.
Á sama tíma var undirritður samningur Eflingar stéttarfélgas við Reykjavíkurborg. |
Aðalatriði samningsins SGS og LN:
- Gildistími samningsins er 1. desember 2008 til 31. ágúst 2009 með fyrirvara, sbr. yfirlýsingu sem fylgir samningnum.
- Ný launatafla tekur gildi frá.1. desember 2008.
- Launataxtar hækka um kr. 20.300.-
- Ný launatafla hækkar sem nemur launaviðbótum á lfl. 117-127 skv. ákvörðun Launanefndar frá 28. janúar 2006 sem voru kr. 2000, kr. 3000, kr. 4000, kr. 4500, kr. 6000.
- Innfærsla á launaviðbótum í taxta hefur áhrif á vaktaálagsgreiðslur og yfirvinnu starfsmanna sem taka laun skv. launaflokkum 117-127.
- Starfsmenn í tímamældri ákvæðisvinnu og ræsting samkvæmt fermetragjaldi fá 16% hækkun.
- Orlofsuppbót árið 2009 verður kr. 25.200.-
- Persónuuppbót í desember 2008 verður kr. 72.399.-
- Réttur foreldra til fjarveru á launum vegna veikinda barna er aukinn, úr 10 í 12 daga.
- Nýtt framlag til endurhæfingar verður öflug stoð til að takast á við vaxandi örorku og styðja þá, sem lenda í skertri vinnugetu til áframhaldandi starfa á vinnumarkaði.
- Endurskoða skal á samningstímanum innleiðingu og framkvæmd starfsmatskerfisins SAMSTARF og áframhaldandi þróun þess.
Félagsmönnum aðildarfélaga SGS verður kynntur samningurinn á næstu dögum og stefnt er að því að atkvæðagreiðslu um samninginn verði lokið 17. desember nk.
Hér má finna samninginn í heild ásamt yfirlýsingu sem fylgir samningnum. |