Kjarasamningar Starfsgreinasambandsins við ríkið annars vegar, sem undirritaður var 3. júlí s.l. og hins vegar við Launanefnd sveitarfélaga f.h. viðkomandi aðildarfélaga frá 7. júlí voru samþykktir með miklum mun í póstakvæðagreiðslum sem nú er lokið. Samningurinn við ríkið var samþykktur með 83% greiddra atkvæða og 88% þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni um sveitarfélagasamninginn samþykktu þann samning.
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning SGS við ríkið (SNR) fór þannig:
Á kjörskrá voru 1810
Atkvæði greiddu 441 eða 24,4%
Já sögðu 366 eða 83%
Nei sögðu 72 eða 16,3%
Auðir seðlar 3 eða 0,7%
Samningur SGS við SNR frá 3. júlí 2009 er því samþykktur.
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning SGS við Launanefnd sveitarfélaga fór þannig:
Á kjörskrá voru 1842
Atkvæði greiddu 496 eða 26,9%
Já sögðu 437 eða 88,1%
Nei sögðu 55 eða 11,1%
Auðir seðlar 4 eða 0,8%
Samningurinn SGS við LNS frá 7. júli 2009 er því samþykktur.