Samningar við ríki og sveitarfélög samþykktir með miklum mun

Ferðaþjónustunám við Símenntun Háskólans á Akureyri
12/08/2009
Ýmis námskeið á fjarkennsla.com
18/08/2009
Sýna allt

Samningar við ríki og sveitarfélög samþykktir með miklum mun

Kjarasamningar Starfsgreinasambandsins við ríkið annars vegar, sem undirritaður var 3. júlí s.l. og hins vegar við Launanefnd sveitarfélaga f.h. viðkomandi aðildarfélaga frá 7. júlí voru samþykktir með miklum mun í póstakvæðagreiðslum sem nú er lokið.  Samningurinn við ríkið var samþykktur með 83% greiddra atkvæða og 88% þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni um sveitarfélagasamninginn samþykktu þann samning. 
 
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning SGS við ríkið (SNR) fór þannig:
Á kjörskrá voru 1810
Atkvæði greiddu  441 eða 24,4%
Já sögðu 366 eða 83%
Nei sögðu 72 eða 16,3%
Auðir seðlar 3 eða 0,7%
Samningur SGS við SNR frá 3. júlí 2009 er því samþykktur.


Atkvæðagreiðslu um kjarasamning SGS við Launanefnd sveitarfélaga fór þannig:
Á kjörskrá voru 1842
Atkvæði greiddu 496 eða 26,9%
Já sögðu 437 eða 88,1%
Nei sögðu 55 eða 11,1%
Auðir seðlar  4 eða  0,8%
Samningurinn SGS við LNS frá 7. júli 2009 er því samþykktur.