Atkvæðagreiðslu um samning SGS við Launanefnd sveitarfélaga, sem skrifað var undir 29. nóvember sl., lauk 17. desember.
Aðilar að samningnum eru eftirtalin aðildarfélög SGS: Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðsfélag Hrútfirðinga, Stéttarfélagið Samstaða, Aldan stéttarfélag, Eining Iðja, Báran stéttarfélag, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágr., Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis og Verkalýðsfélag Grindavíkur.
Niðurstaðan er sú að samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta greiddra atkvæða eða 96,4%. Alls voru 1.661 einstaklingar á kjörskrá. Atkvæði greiddu 753 eða 45,3%. Já sögðu 726, nei sögðu 25. Auðir og ógildir seðlar voru 2.