Virk Starfsendurhæfingarsjóður og stéttarfélögin á Suðurnesjum hafa skrifað undir samning um þjónustu ráðgjafa. Sjö stéttarfélög á Suðurnesjum skrifuðu undir samninginn en samningurinn nær til allra félagsmanna þessara stéttarfélaga. Þessi félög eru Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Starfsmannafélag Suðurnesja, Verslunarmannafélag Suðurnesja, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Félag iðn- og tæknigreina, Rafiðnaðarsamband Íslands og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis mun taka að sér ráðgjafastarfið fyrir hönd stéttarfélaganna og mun í samvinnu við þau, bjóða félagsmönnum upp á þjónustu á sviði starfsendurhæfingar. Auglýst verður eftir umsóknum um starf ráðgjafa á næstu dögum.
Á myndinni sjást formenn félaganna ásamt Þorsteini Sveinssyni frá VIRK skrifa undir samninginn.
Sjá nánar um VIRK starfsendurhæfingarsjóð hér