VSFS og þrjú önnur verkalýðsfélög hafa tekið upp samstarf um vinnustaðaeftirlit þ.e. Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfelagið Hlíf í Hafnarfirði.
Alise Lavrova hefur verið ráðin starfsmaður eftirlitsins, en hún hefur víðtæka reynslu af vinnustaðaeftirliti. Um er að ræða tímabundið samstarfsverkefni, sem hægt er að framlengja ef þörfin verður til staðar í lok tímabils og vel gengur.
Vinnustaðaeftirlitið er hluti af „Vinnustaðaeftirliti ASÍ“ og starfar náið með öðrum þátttakendum í því. Í því felst m.a., að kerfi ASÍ er nýtt til skráningar og utanumhald um mál og starfsmaður tekur virkan þátt í fundum og samráði með öðrum félögum.
Með þessu samstarfi er hægt að stórefla vinnustaðaeftirlitið og fjölga eftirlitsferðum og binda félögin miklar vonir við árangur af samstarfinu.