Sjómenn samþykktu kjarasamninginn við SFS, sem undirritaður var aðfaranótt laugardagsins, en talningu lauk um klukkan 21 í gærkvöldi.
Atkvæði skiptust þannig að
52,4% samþykktu samninginn en
46,9% höfnuðu honum.
Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru átta.
Á kjörskrá voru 2214 og greiddu 1189 atkvæði sem er kjörsókn upp á 53,7%. Já sögðu 623 en nei sögðu 558.
Verkfalli sjómanna, sem staðið hafði frá miðjum desember, er því lokið.