Skráð atvinnuleysi 7,3%

Styrkir úr sjúkrasjóði
06/09/2010
Viðmiðunarverð á ýsu lækkar.
16/09/2010
Sýna allt

Skráð atvinnuleysi 7,3%

Í ágúst var skráð atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun 7,3% samanborðið við 7,5% í mánuðinum á undan og 7,7% á sama tíma fyrir ári. Atvinnuleysi er þó líklega jafn mikið eða heldur meira en fyrir ári. Þetta stafar af því að gerðar hafa verið breytingar á atvinnuleysisbótarétti svo og á aðferð við útreikning sem þýða að atvinnuleysið mælist minna en ella í ár. Atvinnuleysi meðal karla er 7,3% en meðal kvenna 7,4%. Atvinnuleysi er talsvert meira á höfuðborgarsvæðinu (8,3%) en á landsbyggðinni (5,5%), mest er það þó á Suðurnesjum (11%).



Yfirleitt er atvinnuástandið best á sumrin og fram eftir hausti en verst yfir háveturinn og frameftir vori. Miðað við þetta má ætla að skráð atvinnuleysi minnki örlítið næstu 1-2 mánuði. Á hinn bóginn þarf að taka með í reikninginn að lausum störfum hjá vinnumiðlunum hefur ekki fjölgað mikið upp á síðkastið, reyndar fækkar þeim í ágúst bæði milli mánaða og ára. Þá er ljóst að seinkun hefur orðið á afgreiðslu ýmissa mikilvægra mála er snerta starfsumhverfi fyrirtækja með þeim afleiðingum að fjölgun nýrra starfa hefur verið hægari en búist var við.





























































































 

Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar

Breytingar frá síðasta mánuði

Breytingar frá fyrra ári
Suðurnes
  Allir Karlar Konur Allir Karlar Konur Allir Karlar Konur
Grindavíkurbær 100 49 51 -9 -6 -3 -3 -1 -2
Reykjanesbær 924 464 460 -89 -56 -33 -111 -87 -24
Sandgerðisbær 117 68 49 -9 -2 -7 3 5 -2
Sveitarfélagið Garður 78 40 38 -4 -3 -1 -14 -15 1
Sveitarfélagið Vogar 64 33 31 -20 -7 -13 -5 -8 3

Samtals:

1283 654 629 -131 -74 -57 -130 -106 -24



sjá nánar (pdf)