STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf

Skráð atvinnuleysi í júlí var 4,7%
15/08/2012
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ í heimsókn.
28/08/2012
Sýna allt

STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf

STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf, hefur tekið til starfa í húsnæði VSFK í Krossmóum í Reykjanesbæ. Verkefnið byggir á samkomulagi velferðarráðherra, Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins, sem var undirritað þ. 10. febrúar síðastliðinn og gengur út á að efla svæðisbundna vinnumiðlun og virkar vinnumarkaðsaðgerðir, með það að markmiði að koma sem flestum atvinnuleitendum í vinnu. Á Suðurnesjum er um að ræða samstarfsverkefni VSFK, Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, Félags iðn- og tæknigreina, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Ráðgjafar á skrifstofunni eru Guðbjörg Kristmundsdóttir ([email protected]) og Gunnar H. Gunnarsson ([email protected]).