STARF vinnumiðlun-og ráðgjöf lokar

SKIPULAG AÐGERÐA SGS – DAGSETNINGAR
28/04/2015
1. maí 2015
29/04/2015
Sýna allt

STARF vinnumiðlun-og ráðgjöf lokar

Þann 30. apríl mun STARF vinnumiðlun-og ráðgjöf hætta starfsemi.
STARF var þriggja ára tilraunaverkefni sem sett var á laggirnar af ASÍ og SA í samvinnu við Atvinnuleysistryggingarsjóð.
     Á Suðurnesjum voru fimm stéttarfélög sem stóðu að STARFi. Verkalýðs-og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verkalýðs-og sjómannafélag Sandgerðis, FIT, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Sjómanna-og vélstjórafélag Grindavíkur.
     Tveir starfsmenn störfuðu hjá STARFi. Guðbjörg Kristmundsdóttir mun fara að starfa hjá VSFK sem fræðslustjóri og Eyrún Jana Sigurðardóttir  fer til starfa hjá VIRK, sem ráðgjafi.
Senda þær sínar bestu kveðjur til atvinnuleitenda og óska þeim velfarnaðar í atvinnuleitinni. Eins til atvinnurekanda og þakka þeim fyrir gott samstarf á undanförnum þremur árum.
     Það er mat þeirra sem stóðu að rekstri STARFs á Suðurnesjum að vel hafi tekist til og árangur góður. Þjónustuþegar STARFs hafa almennt verið ánægðir með það fyrirkomulag að fá þjónustu hjá sínu stéttarfélagi. 


     Vinnumálastofnun mun taka við þjónustu atvinnuleitenda sem voru í þjónustu hjá STARFi og er stofnunin til húsa í Krossmóa 4, 2. Hæð, Reykjanesbæ. Opnunnartími er kl.9-13.