Ný-Fiskur ehf. hefur greitt starfsfólki sínu þær umsömdu launahækkanir upp á 13.500 kr. sem samið hafði verið um að tækju gildi 1. mars áður en aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um að fresta þeim um 3 mánuði.
Í samtali við skrifstofu Verkalýðs og sjómannafélags Sandgerðis staðfesti fulltrúi Ný-Fisks að ekki hafi komið annað til greina en að láta hækkanirnar standa, því starfsfólkið ætti það svo sannarlega skilið að fá þær hækkanir sem áður hafði verið samið um.