Stefnumótunarfundur um lífeyrismál

Ályktanir frá miðstjórn ASÍ
11/02/2010
Námskeið á Hamri í Borgarfirði
01/03/2010
Sýna allt

Stefnumótunarfundur um lífeyrismál

Til þess að bregðast við breytingum í umhverfi lífeyrissjóðanna var á Ársfundi Alþýðusambandsins í október sl. samþykkt ályktun um heildarendurskoðun á stefnu ASÍ í málefnum lífeyrissjóðanna. Til þess að hefja þessa vinnu hefur ASÍ boðað til tveggja daga stefnumótunarfundar á Selfossi dagana 18.-19. febrúar með fulltrúum frá öllum 53 aðildarfélögum sínum. Tilgangur fundarins er að efna til opinna skoðanaskipta um málefni lífeyrissjóðanna á sem breiðustum grunni og hefja stefnumótunarvinnu með virkri þátttöku allra fundarmanna.


Stefnumótunarfundur um lífeyrismál

Hótel Selfossi
18. – 19. febrúar 2010


18. febrúar

10:00  Setning  – Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ

10:10 – 11:00  Stefnumótunarvinna 1. umferð – Hverju þarf að breyta í lífeyriskerfinu?

11:00 – 12:15  Aðdragandinnog hugmyndafræðin að baki lífeyriskerfinu – Ásmundur      Stefánsson

12:15 – 13:15  Hádegismatur

13:15 – 14:15  Réttindi og tryggingafræðileg staða – Bjarni Þórðarson, tryggingastærðfræðingur

14:15 – 15:15 Samspil lífeyrissjóðakerfisins og almannatrygginga – Stefán Ólafsson, prófessor

15:15 – 15:30  Kaffi

15:30 – 16:30  Fjárfestingastefna lífeyrissjóða – Sigurbjörn Sigurbjörnsson, framkv.stj. Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda

16:30 – 17:00  Hversvegna er nauðsynlegt að endurskoða kjarasamninginn um lífeyrismál . Hvað hefur breyst frá 1995 – Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ

17:00 – 17:15            Kynning á hópavinnu morgundagsins


Gert er ráð fyrir umræðum og fyrirspurnum eftir hvert erindi


19:00  Kvöldverður


19. febrúar


08:00  Morgunmatur


09:00 – 12:00 Stefnumótunarvinna


12:00 – 13:00  Hádegismatur


13:00 – 15:00  Niðurstöður hópavinnu / samantekt. Kynning á næstu skrefum í vinnu við endurskoðun á stefnu ASÍ í lífeyrismálum.


15:00  Fundarslit