Sterkari starfsmaður – námskeið á vegum MSS í Sandgerði

Nýjir kauptaxtar komnir á vefinn
30/01/2012
Sérstök eingreiðsla 1. febrúar
06/02/2012
Sýna allt

Sterkari starfsmaður – námskeið á vegum MSS í Sandgerði

Sterkari starfsmaður – tölvur og samskipti – Sandgerði


Sterkari starfsmaður – upplýsingatækni og samskipti er ætlað fólki sem vill auka færni til að takast á við breytingar í starfi og auka færni sína í upplýsingatækni og tölvum. Tilgangur námsleiðarinnar er að auka færni námsmanna til að takast á við breytingar, stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til starfa, nýjunga, upplýsingatækni, samskipta og símenntunar og gera þá eftirsóknarverðari starfsmenn. Í náminu er lögð mikil áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem nýtast námsmönnum bæði í leik og starfi.


Námsþættir: klst.


Kynning 1


Námstækni og símenntun 16


Sjálfsstyrking og samskipti 16


Vinnustaðamenning og liðsheild 8


Skipulag, frumkvæði og efling í starfi 24


Tölvu og upplýsingatækni 64


Færnimappa 20


Mat á námi og námsleið 2


Samtals 150


Kennsla fer fram í Grunnskóla Sandgerðis og fer kennsla fram seinnipartinn þrjá daga í viku og er áætlað að kennsla hefjist þann 15. febrúar. Kennt er eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Tímafjöldi alls 150 kennslustundir. Verð 27.000 kr.


Frekari upplýsingar veitir [email protected] eða í síma 412-5946.