Stofnþing ASÍ-UNG fór fram á föstudaginn 27. maí.

Eingreiðsla og orlofsuppbót
26/05/2011
Fæðispeningar hækka um 1,8%.
07/06/2011
Sýna allt

Stofnþing ASÍ-UNG fór fram á föstudaginn 27. maí.

Tímamót urðu í sögu Alþýðusambands Íslands á föstudaginn 27. maí þegar stofnþing ASÍ-UNG fór fram í Reykjavík. Fulltrúi V.S.F.S. var Haraldur Magnússon. ASÍ-UNG er ætlað að efla starf ungs fólks í verkalýðshreyfingunni þar sem áherslan verður á málefni sem að tengjast ungu fólki sérstaklega svo sem eins og menntamál, húsnæðismál og fjölskyldumál auk réttinda- og kjaramála.


ASÍ-UNG er ætlað að ná til fólks á aldrinum 18-35 ára en þess má geta að á síðustu vikum hafa ungir menn um þrítugt valist til formennsku í tveimur af stærri stéttarfélögum landsins, VR og Rafiðnaðarsambandinu.


Á stofnþingið hefur hverju aðildarfélagi ASÍ verið boðið að senda einn fulltrúa og því eiga rétt til þátttöku á þinginu 53 fulltrúar ungs launafólks. Þingið fór fram í sal Rafiðnaðarskólans að Stórhöfða 27 og hófst kl. 10.


Dagskrá stofnþings ASÍ-UNG


Sal Rafiðnaðarskólans 27. maí 2011


Kl. 9:30 Skráning þingfulltrúa


Kl. 10:00 Ávarp forseta ASÍ


Kl. 10:10 Ávarp fulltrúa undirbúningshóps ASÍ-UNG


Kl. 10:20 Kjör fundarstjóra


Kl. 10:25 Skipan kjörnefndar


Kl. 10:30 Þingsköp ASÍ-UNG: Umræða/ afgreiðsla


Kl. 10:45 Samþykktir ASÍ-UNG: 1. umræða


Kl. 11:15 Fræðsluerindi og umræður


Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ og stjórnarformaður Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins„Hvernig aukum við tækifæri ungs launafólks til menntunar?“


Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptadeild HR, „Ungt fólk og vinnumarkaðurinn – áskoranir og úrræði“


Kl. 12:00 Hádegisverður


Kl. 13:00 Kjörnefnd kynnir tillögu sína


Kl. 13:15 Vinnuhópar og fræðsluerindi:


Menntamál – Eyrún Björk Valsdóttir, skólastjóri Félagsmálaskólans


Atvinnu –og kjaramál – Matthías Kjeld, hagfræðingur


Fjölskyldu-, húsnæðis, og jafnréttismál- Henný Hinz, hagfræðingur


Kl. 13:15 Laganefnd – Dalla Ólafsdóttir, lögfræðingur


Kl. 16:00 Samþykktir ASÍ-UNG: 2. umræða/afgreiðsla


Kl. 16:30 Kosning stjórnar ASÍ-UNG


Kl. 17:00 Kosning kjörnefndar


Kl. 17:05 Afgreiðsla ályktana og önnur mál


Kl. 18:00 Þingi slitið


Sjá fréttir frá þingi ASÍ-UNG hér:


Rödd ungs fólks þarf að heyrast hátt í þjóðfélagsumræðunni

Merkur og mikilvægur áfangi í sögu ASÍ segir Gylfi Arnbjörnsson

Helgi Einarsson kjörinn fyrsti formaður ASÍ-UNG


Ályktanir samþykktar á stofnþingi ASÍ-UNG