Tímamót urðu í sögu Alþýðusambands Íslands á föstudaginn 27. maí þegar stofnþing ASÍ-UNG fór fram í Reykjavík. Fulltrúi V.S.F.S. var Haraldur Magnússon. ASÍ-UNG er ætlað að efla starf ungs fólks í verkalýðshreyfingunni þar sem áherslan verður á málefni sem að tengjast ungu fólki sérstaklega svo sem eins og menntamál, húsnæðismál og fjölskyldumál auk réttinda- og kjaramála.
ASÍ-UNG er ætlað að ná til fólks á aldrinum 18-35 ára en þess má geta að á síðustu vikum hafa ungir menn um þrítugt valist til formennsku í tveimur af stærri stéttarfélögum landsins, VR og Rafiðnaðarsambandinu.
Á stofnþingið hefur hverju aðildarfélagi ASÍ verið boðið að senda einn fulltrúa og því eiga rétt til þátttöku á þinginu 53 fulltrúar ungs launafólks. Þingið fór fram í sal Rafiðnaðarskólans að Stórhöfða 27 og hófst kl. 10.
Dagskrá stofnþings ASÍ-UNG
Sal Rafiðnaðarskólans 27. maí 2011
Kl. 9:30 Skráning þingfulltrúa
Kl. 10:00 Ávarp forseta ASÍ
Kl. 10:10 Ávarp fulltrúa undirbúningshóps ASÍ-UNG
Kl. 10:20 Kjör fundarstjóra
Kl. 10:25 Skipan kjörnefndar
Kl. 10:30 Þingsköp ASÍ-UNG: Umræða/ afgreiðsla
Kl. 10:45 Samþykktir ASÍ-UNG: 1. umræða
Kl. 11:15 Fræðsluerindi og umræður
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ og stjórnarformaður Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsinsHvernig aukum við tækifæri ungs launafólks til menntunar?
Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptadeild HR, Ungt fólk og vinnumarkaðurinn áskoranir og úrræði
Kl. 12:00 Hádegisverður
Kl. 13:00 Kjörnefnd kynnir tillögu sína
Kl. 13:15 Vinnuhópar og fræðsluerindi:
Menntamál Eyrún Björk Valsdóttir, skólastjóri Félagsmálaskólans
Atvinnu og kjaramál Matthías Kjeld, hagfræðingur
Fjölskyldu-, húsnæðis, og jafnréttismál- Henný Hinz, hagfræðingur
Kl. 13:15 Laganefnd Dalla Ólafsdóttir, lögfræðingur
Kl. 16:00 Samþykktir ASÍ-UNG: 2. umræða/afgreiðsla
Kl. 16:30 Kosning stjórnar ASÍ-UNG
Kl. 17:00 Kosning kjörnefndar
Kl. 17:05 Afgreiðsla ályktana og önnur mál
Kl. 18:00 Þingi slitið
Sjá fréttir frá þingi ASÍ-UNG hér:
Rödd ungs fólks þarf að heyrast hátt í þjóðfélagsumræðunni
Merkur og mikilvægur áfangi í sögu ASÍ segir Gylfi Arnbjörnsson
Helgi Einarsson kjörinn fyrsti formaður ASÍ-UNG