Þriðja þing ASÍ-UNG var haldið 12. september sl. undir yfirskriftinni Samfélag fyrir alla
líka unga fólkið. Þingið sóttu 36 þing- og aukafulltrúar og þar af komu 15 frá félögum innan Starfsgreinasambandsins. Fulltrúi VSFS var Þórsteina Sigurjónsdóttir.
Á þinginu fjölluðu Henný Hinz og Ari Eldjárn m.a. um tekjuskiptingu í samfélaginu og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Mikil áhersla var lögð á málefnavinnu á þinginu og skilaði sú vinna sér m.a. í ályktunum um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs, húsnæðismál og svarta atvinnustarfsemi og kennitöluflakk. Ályktanirnar í heild sinni má nálgast á vef ASÍ.
Ný níu manna stjórn ASÍ-UNG var kjörin á þinginu og koma þrír stjórnarmannanna frá félögum innan SGS. Nýja stjórn ASÍ-UNG skipa eftirtaldir: Unnur Rán Reynisdóttir (Félag hársnyrtisveina); Freydís Ösp Leifsdóttir (Báran); Linda Rós Reynisdóttir (VR); Eiríkur Þór Theódórsson (StéttVest); Ingólfur Björgvin Jónsson (Efling); Friðrik Guðni Óskarsson (FIT); Guðni Gunnarsson formaður (VM); Einar Magnús Einarsson (Framsýn) og Eva Hrund Aðalbjarnadóttir (Mjólkurfræðingafélagi Íslands).
Ný stjórn ASÍ-UNG: Unnur Rán Reynisdóttir (Félag hársnyrtisveina); Freydís Ösp Leifsdóttir (Báran); Linda Rós Reynisdóttir (VR); Eiríkur Þór Theódórsson (StéttVest); Ingólfur Björgvin Jónsson (Efling); Friðrik Guðni Óskarsson (FIT); Guðni Gunnarsson formaður (VM); Einar Magnús Einarsson (Framsýn) og Eva Hrund Aðalbjarnadóttir (Mjólkurfræðingafélagi Íslands).
Frá þingi ASÍ-Ung