Kosning um nýjan kjarasamning sveitarfélaganna.

Samninganefnd Sjómannasambands Íslands samþykkti ályktun
22/01/2020
Samningur 17 SGS félaga við sveitarfélögin samþykktur
10/02/2020
Sýna allt

Kosning um nýjan kjarasamning sveitarfélaganna.

Kosning um nýjan kjarasamning sveitarfélaganna hefst kl. 12 á hádegi í dag hjá þeim félagsmönnum Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis sem sá samningur nær til.

Um rafræna kosningu er að ræða og getur fólk valið um að kjósa með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

Kosningin hefst eins og áður sagði kl. 12 í dag og henni lýkur á hádegi sunnudaginn 9.febrúar.

Þeir sem ekki eru á kjörskrá, en telja sig eiga að vera þar, geta kært sig inn á kjörskrána.
Frestur til þess að kæra sig inn á kjörskrá er til 16:00 föstudaginn 7. febrúar.
Eins er hægt að greiða utankjörfundar fram að sama tíma og er það gert á skrifstofu félagsins að Miðnestorgi 3.

Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta að sjálfsögðu komið hingað til okkar á skrifstofuna á opnunartíma og fengið aðgang að tölvu hér, og aðstoð ef þeir óska.

Það er hnappur hægra megin á forsíðunni sem hægt er að smella á til að kjósa.

Starfsgreinasambandið hefur útbúið upplýsingasíðu þar sem sjá má hvað nýr kjarasamningur við sveitarfélögin inniheldur. Á síðunni er m.a. hægt kynna sér helstu atriði samningsins, samninginn í heild sinni og upplýsingar um atkvæðagreiðsluna. Félagsmenn sem starfa skv. umræddum samningi eru hvattir til að að kynna sé samninginn vel og nýta atkvæðisrétt sinn, en atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 3. febrúar næstkomandi.

Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga