Útilegukortið

Orlofshús VSFS
07/04/2010
“Úr veikindum í vinnu”
13/04/2010
Sýna allt

Útilegukortið

Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis er með Útilegukortið til sölu.
Kortin eru niðurgreidd til félagsmanna og er verð á korti 8.000 kr.  Með útilegukortinu fylgir afsláttarkort.
Aðrir en félagsmenn geta keypt kortið á kostnaðarverði.









Útilegukortið 2010 – 39 tjaldsvæði um allt land      





Nú er búið að ganga frá samningum við þau 39 tjaldsvæði sem taka munu þátt í kortinu í ár. Kortið í ár verður jafnframt það stærsta í sögu Útilegukortsins þar sem aldrei hafa jafn mörg tjaldsvæði staðið korthöfum til boða. Ný tjaldsvæði eru: Grundarfjörður Hellissandur og Ólafsvík á Snæfellsnesi, Þingeyri, Flateyri og Dalbær á Vestfjörðunum.  Hvammstangi á Norðurlandi auk Beruness á Austurlandi. Á Suðurlandi mun Galtalækjarskógur, Eyrarbakki og T-bær í Selvogi koma ný inn í ár.   Það er von okkar að kortið muni koma að góðum notum og að korthafar prófi sem flest af þeim tjaldstæðum sem í boði eru.



Sjá nánar heimasíðu Útilegukortsins hér

Einnig erum við með miða í Hvalfjarðargöngin til sölu á 580 kr.