V.S.F.S. mótmælir fyrirhugaðri skerðingu á rétti hjá ungu fólki til atvinnuleysisbóta.

Atvinnuleysi mest á Suðurnesjum 12,4%
12/11/2009
Desemberuppbót 2009
26/11/2009
Sýna allt

V.S.F.S. mótmælir fyrirhugaðri skerðingu á rétti hjá ungu fólki til atvinnuleysisbóta.


Verkalýðs-og Sjómannafélag Sandgerðis
mótmælir þeim hugmyndum félagsmálaráðherra um skerðingu á rétti hjá ungu fólki til atvinnuleysisbóta
.


Atvinnuleysisbótaréttur er áunninn réttur sem fæst með þátttöku á vinnumarkaði án tillits til aldurs og eru hluti af samningsbundnum kjarabótum sem náðust fram í vinnudeilum um miðja síðustu öld.
Þess vegna er það er mjög mikilvægt að verkalýðshreyfinginn verji þennan áunna rétt launamanna til atvinnuleysisbóta og fráleitt að embættismenn geti skert réttinn með skyndiákvörðunum.


Magnús S. Magnússon formaður
Verkalýðs- og Sjómannafélags Sandgerðis.