Velferðarvaktin

Fallist á undanþágu frá hvíldartíma
18/03/2009
Ný vefsíða um nám og ráðgjöf fyrir atvinnulausa
24/03/2009
Sýna allt

Velferðarvaktin

Við viljum vekja athygli á nýrri vefsíðu ríkisstjórnarinnar sem sett er upp vegna efnhagsástandsins.  Þetta er allsherjar upplýsingasíða sem kallast Velferðarvaktin. 


Hægt er að senda velferðarvaktinni ábendingar á Netinu og er sérstakt form til þess aðgengilegt á vefsvæði hennar. Eins og þar kemur fram óskar velferðarvaktin eftir ábendingum frá stofnunum, félögum eða einstaklingum um málefni sem ætla má að þarfnist skoðunar og varða félagslegar eða fjárhagslegar afleiðingar bankahrunsins fyrir heimilin. Einnig þiggur vaktin tillögur eða upplýsingar um aðgerðir til að mæta vandanum sem gætu verið öðrum góð fyrirmynd. Velferðarvaktin tekur ekki til afgreiðslu málefni einstaklinga.


Hlutverk velferðarvaktarinnar er meðal annars að afla upplýsinga um félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar bankahrunsins á einstaklinga og fjölskyldur, afla upplýsinga um reynslu annarra þjóða af efnahagsþrengingum, kortleggja hvaða leiðir ríki, sveitarfélög og félagasamtök hafa til að bregðast við og efna til samráðs með fulltrúum opinberra stofnana, félagasamtaka og öðrum sem lagt geta af mörkum vegna þekkingar sinnar og reynslu.


Vefsvæði velferðarvaktarinnar